Menu
Hrekkjavöku pizza

Hrekkjavöku pizza

Hryllilega góð pizza með grænmetis- og pepperóní pöddum. Fullkomin fyrir Halloween gleðina!

Uppskriftin er fyrir tvo pizzabotna.

Innihald

4 skammtar

Pizzadeig:

Heitt/volgt vatn
Sykur
Þurrger
Salt
Ólífuolía
Hveiti

Álegg:

Pizzasósa
Mozzarella kúlur
Pizzaostur frá Gott í matinn
Pepperóní
Græn paprika
Svartar ólífur

Skref1

  • Hrærið saman vatn, sykur og ger í skál og látið standa í um 10 mínútur eða þar til gerið er farið að freyða.

Skref2

  • Setjið ólífu olíu, salt og hveiti saman við, gott er að setja hveitið smátt og smátt saman við og hrærið með hnoðara í nokkrar mínútur eða þar til deigið sleppir skálinni.

Skref3

  • Smyrjið skálina með olíu að innan, setjið deigið ofan í og plastfilmu eða rakt viskastykki yfir skálina og látið deigið lyfta sér í klukkustund. Best er þó þegar deigið fær nægan tíma til að lyfta sér.

Skref4

  • Takið deigið úr skálinni og hnoðið. Hérna eru þið að berja deigið niður og ná öllu lofti úr deiginu svo gott er að hnoða ágætlega í stutta stund.

Skref5

  • Skiptið deiginu í tvennt.
  • Rúllið deiginu út. Gott er að stinga örlítið í það með gaffli áður en þið setjið álegg ofan á botnana.

Skref6

  • Setjið pizzasósu á botnana og pizzaost.
  • Setjið pepparoni hér og þar á pizzuna og skerið niður rauða eða græna paprika og myndið fætur á pepparoníið.
  • Setjið smá klípu af mozzarella á pepparoníið, skerið svarta ólífu niður og setjið á ostinn svo það sé eins og auga.
  • Skerið olífurnar niður, myndið pöddur og raðið þeim hér og þar yfir pizzuna.
  • Setjið svo eins mikinn mozzarella og þið viljið og setjið ólífur ofan á svo það sé eins og það séu augu á pizzunni.

Skref7

  • Hitið ofninn í 200 gráður.
  • Bakið pizzuna í rúmar 12 mínútur eða þar til osturinn er vel bráðnaður og kantarnir eru orðnir gullbrúnir að lit.
Skref 7

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir