Botn
- Bræðið smjör og myljið oreo kexkökurnar.
- Blandið saman og látið í botninn á 23 cm bökunarformi sem er klætt með smjörpappír.
- Þrýstið botninum niður með skeið.
Fylling
- Bræðið hvítt súkkulaði yfir vatnsbaði.
- Skafið fræin úr vanillustönginni og blandið saman við rjómann. Stífþeytið rjómann.
- Bætið skyrinu varlega saman við rjómann með skeið og hvíta súkkulaðinu á eftir.
- Hellið yfir kexbotninn og látið í kæli eða frysti í að minnsta kostið 2 klst.
Rauð sósa
- Blandið öllum hráefnunum fyrir sósuna saman í skál.
- Hellið yfir skyrkökuna og skreytið að vild svo úr verður sannkölluð Halloween veisla!
Höfundur: Berglind Guðmundsdóttir