Menu
Hrekkjavöku skyrkökur með oreo kexi

Hrekkjavöku skyrkökur með oreo kexi

Litlir desertar í glösum slá alltaf í gegn og þessi útgáfa er án efa með þeim betri. Hann er bæði einfaldur og fljótlegur og hægt að undirbúa með góðum fyrirvara. Í glösin raða ég skyrfyllingu með súkkulaði og oreo mylsnu til skiptis og skreyti með hlaupormum, draugum sem ég útbjó úr sykurpúðum og sykuraugum. Skreytingarnar eru að sjálfsögðu ekkert heilagar og um að gera að nota ímyndunaraflið!

Innihald

6 skammtar
KEA vanilluskyr
flórsykur
mjólkursúkkulaði
rjómi frá Gott í matinn
Oreo kexkökur
brætt smjör
hlaupormar
sykurpúðar
sykuraugu
dökkt súkkulaði

Skref1

  • Bræðið smjörið og setjið til hliðar.
  • Setjið kexið í matvinnsluvél og vinnið í fína mylsnu. Blandið smjörinu saman við.
  • Bræðið súkkulaðið og 50 ml af rjómanum saman yfir vatnsbaði. Látið mesta hitann rjúka úr.

Skref2

  • Setjið skyrið og flórsykurinn í skál og þeytið aðeins með handþeytara. Bætið súkkulaðinu saman við og þeytið áfram.
  • Setjið restina af rjómanum í aðra skál og stífþeytið. Blandið honum því næst saman við skyrblönduna með sleikju.

Skref3

  • Mér finnst best að setja skyrblönduna í sprautupoka og sprauta í glösin en þess þarf þó ekki og vel hægt að nota skeið. Setjið fyrst skyrblöndu í botninn á glösunum og þar næst oreo kexmylsnu. Ýtið aðeins niður á kexið til að þjappa.
  • Setjið skyr og oreo mylsnuna til skiptis og endið á mylsnunni.
  • Kælið.

Skref4

  • Ég notaði sykurpúða í draugana. Ég skar endann af þeim þversum og mótaði aðeins til og klippti í þá. Augun gerði ég með dökku súkkulaði en það er hægt að leika sér endalaust með þá möguleika.
  • Skreytið til dæmis með sykuraugum, sykurpúðadraugum og hlaupormum.
Skref 4

Höfundur: Valgerður Gréta Gröndal