Menu
Uppskriftir
Myndbönd
Matgæðingar
Góð ráð
Vörur
Fréttabréf
Netklúbbur
Flokkur
Pizzur
Uppskriftir
Mozzarella pizza
Pizza með beikoni, sveppum o..
Mozzarella pizza
Pizza með beikoni, sveppum o..
Góð ráð
Hvernig er best að baka pizzu?
Humarsúpa
Deila
Bragðgóð humarsúpa með slettu af rjóma.
Miðlungs
Súpur
Gott í kvöldmatinn
Fiskréttir
Jól
Innihald
4
skammtar
minus
Created with Sketch.
plus
Created with Sketch.
humar
Íslenskt smjör
laukar
Hvítlaukur
Blaðlaukur
Gulrætur
búnt stenselja
búnt kóríander
Tómatpúrra
hvítvín (1-2 dl)
Rjómi frá Gott í matinn
Fiskikraftur
Salt og cayenne pipar
Karrí
Skref
1
Skolið humarinn vel, takið hann úr skelinni og setjið til hliðar.
Steikið skeljarnar upp úr íslensku smjöri og hvítlauk í u.þ.b. 10 mínútur.
Skref
2
Bætið lauk, blaðlauk og gulrótum út í pottinn.
Næst er karrí, steinselja og kóríander sett saman við ásamt salti og cayenne pipar.
Steikið áfram í 10 mínútur.
Skref
3
Hrærið tómatpúrrunni saman við.
Hellið hvítvíninu út í pottinn.
Leysið 2 teninga af fiskikrafti upp í litlum potti með 1 lítra af vatni og hellið út í stærri pottinn.
Látið sjóða í 5 mínútur og hellið þá 1 lítra af rjóma út í súpuna.
Látið súpuna malla á vægum hita í 1 klst.
Skref
4
Sigtið skeljarnar og grænmetið frá í lokin og setjið humarinn út í súpuna í stutta stund.
Setjið 1 msk. af þeyttum rjóma ofan á miðja súpuna áður en hún er borin fram.
Saltið til eftir smekk.
Höfundur: Tinna Alavis