Kökubotn
- Hitið ofninn í 175°C.
- Rífið marsípanið gróft og setjið í skál.
- Þeytið það með smjöri, sykri og salti þar til allt hefur blandast vel.
- Bætið eggjum við, einu í einu og þeytið vel á milli.
- Hakkið hneturnar í gróflegt mjöl og blandið þeim saman við.
- Setjið deigið í kringlótt smelluform og bakið í 30-35 mínútur.
- Kælið kökuna vel.
Hvítt súkkulaðikrem
- Hellið rjóma í pott og látið suðuna koma upp.
- Bætið súkkulaði saman við og látið það bráðna í rjómanum.
- Slökkvið á hitanum og hrærið í.
- Látið kólna í um klukkutíma.
- Hrærið skyri saman við og setjið kremið í ísskáp og kælið í um 3 tíma - líka hægt að gera kvöldið áður.
- Þeytið kremið (með rafmagnsþeytara) áður en það er smurt á kökubotninn.
- Við það þykknar kremið mikið.
Samsetning
- Smyrjið kreminu fallega yfir kökuna og raðið hindberunum ofan á kremið.
- Saxið nokkrar pistasíuhnetur gróflega og dreifið þeim yfir kökuna.
Höfundur: Theodóra J. Sigurðardóttir Blöndal