Skref1
- Byrjaðu á að finna til form og stilla ofninn á 175°C.
- Smyrðu það og notaðu annað hvort hveiti eða kókosmjöl til að dreifa í forminu, en kókosinn gefur mjög gott bragð.
Skref2
- Bræddu smjörið og taktu það af hitanum.
- Brjóttu súkkulaðiplöturnar og settu þær í smjörið þar sem þær fá að bráðna rólega.
- Hrærðu þeim saman við smjörið.
Skref3
- Þeyttu egg og sykur þar til ljóst og létt.
- Hrærðu hveitinu saman við ásamt límónuberkinum og síðast hellir þú smjör- og súkkulaðiblöndunni út í deigið og blandar því vel.
Skref4
- Helltu deiginu í formið og raðaðu bláberjunum yfir.
Skref5
- Bakaðu kökuna neðarlega í ofninum í 25-30 mínútur.
- Láttu hana standa aðeins áður en þú berð hana fram.
- Hún er líka ljómandi góð daginn eftir og þá er hún líka búin að taka sig vel.
Höfundur: Theodóra J. Sigurðardóttir Blöndal