Menu
Hvítlauks grillsósa í hollari kantinum

Hvítlauks grillsósa í hollari kantinum

Íslendingar eru alveg þekktir fyrir að vera mikil sósuþjóð. Svo kemur sumarið þá bætast grillsósurnar við líka.

Mér fannst því frábært að koma með grillsósu sem er talsvert hollari fyrir okkur en gefur ekki eftir í bragði og áferð!

Innihald

1 skammtar
hvítlaukur
ólífuolía
kotasæla
ítölsk kryddblanda
salt
pipar, meira eftir smekk

Skref1

  • Skerið toppinn af hvítlauknum og setjið í álpappír, áður en honum er lokað hellið u.þ.b. einni teskeið af ólífuolíu yfir hvítlaukinn og lokið síðan.
  • Eldið í ofni á 180°C eða á grilli í 15-20 mínútur.

Skref2

  • Setjið kotasæluna í skál og blandið með töfrasprota þangað til hún er orðin rennislétt í áferð, bætið þá kryddum saman við.
  • Takið þá hvítlauksrifin úr hýðinu og setjið saman við kotasæluna, blandið vel saman með töfrasprotanum. Bætið auka salti og pipar við eftir smekk.
  • Sósan er frábær í bakaðar kartöflur með graslauk líkt og ég sýni hér en einnig almennt með kjöti, grilluðu grænmeti - möguleikarnir eru endalausir.
Skref 2

Höfundur: Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir