Menu
Hvítlauksbrauð með feta- og jalapeno ídýfum

Hvítlauksbrauð með feta- og jalapeno ídýfum

Hér er uppskrift að gómsætu hvítlauksbrauði þar sem rjómaostur er blandaður saman við vökvann í brauðinu og gerir það þar af leiðandi dúnamjúkt og bragðgott. Brauðið geymist vel í 3-4 daga en einnig geymist það vel í frysti.

Berið brauðið fram með pastaréttum, kjúklingasalati eða með nokkrum sósum og áleggi eins og feta- og jalapaneo ídýfum.

Innihald

1 skammtar

Hvítlauksbrauð með rjómaosti og tómötum:

þurrger
salt
sykur
box kirsuberjatómatar
volgt vatn (um 38-40 °C)
ólífuolía (2-4 msk.)
rjómaostur frá Gott í matinn
hveiti (11-12 dl)
Smátt söxuð steinselja, má vera þurrkuð eða fersk

Brauðsósa:

hvítlauksrif
smátt söxuð steinselja
ólífuolía (2-3 msk.)
Flögusalt

Feta ídýfa

grísk jógúrt frá Gott í matinn
chilisósa
fetakubbur frá Gott í matinn (3-5 msk. eða meira)
Svartur pipar, eftir smekk
Basilblöð skorin, eftir smekk

Jalapeno ídýfa

sýrður rjómi 18% frá Gott í matinn
majónes
jalapeno bitar smátt skornir (4-5 eða eftir smekk)
Steinselja, smátt skorin

Skref1

  • Mælið um helming af hveitinu og hellið í skál.
  • Bætið þurrgeri, salt, sykur (og steinselju ef þið viljið nota hana) saman við hveitið.
  • Skerið tómata í helminga og blandið þeim saman við.

Skref2

  • Í annarri skál er vatni, ólífuolíu og rjómaosti blandað saman.
  • Osturinn verður pínu kekkjóttur en það lagast um leið og þessi blanda fer saman við hveitið.

Skref3

  • Hellið vatni – og ostablöndunni saman við hveitið og hrærið .
  • Bætið við hveiti eftir þörfum og hnoðið þar til deigið er orðið þétt í sér og þægilegt að koma við og ekkert klístrað.
  • Það á að sleppa vel frá hliðum skálarinnar.

Skref4

  • Látið deigið hefast í 30-40 mínútur þar til tvöfalt á stærð á hlýjum stað undir klút.
  • Hvolfið úr skálinni á hveitistráð borð og hnoðið deigið eftir hefinguna.
  • Takið til form – ferkantað form í stærð um 32 x 22 cm er mjög hentugt og hellið ólívuolíu í það.
  • Mótið kringlóttar bollur (10-12 st.) úr deiginu og raðið þeim í formið.
  • Hafið smá pláss á milli hverja bollu þar sem þær eiga eftir að hefast enn einu sinni.
Skref 4

Skref5

  • Blandið hráefnin fyrir brauðsósuna saman í skál.
  • Þrýstið varlega ofan á hverja bollu svo myndast lítil hola og setjið um eina tsk. af sósu í hverja bollu, dreifið sósunni örlítið yfir bolluna.
  • Dreifið afganginum af sósunni yfir allar bollur ásamt skvettu af ólífuolíu og nokkrum saltflögum.
  • Núna eiga bollurnar að hefast í annað sinn og eiga þær að hefast í rúmlega 30 mínútur.
Skref 5

Skref6

  • Bakið brauðið neðarlega í ofninum í 25 – 30 mínútur.
  • Ef bollurnar eru byrjaðar að dökkna í lok bökunartímans mæli ég með því að tylla álpappír ofan á brauðið og klára baksturinn.

Feta- og jalapena ídýfur

  • Blandið hráefnunum fyrir sósurnar saman í sitt hvorri skálinni Smakkið til.
  • Geymið í kæli þar til borið er fram.

Höfundur: Theodóra J. Sigurðardóttir Blöndal