Einn hátíðlegasti eftirréttur sem ég veit um er tiramisu. Þetta tiramisu er ef til vill afar frábrugðið hinu hefðbundna en alveg einstaklega bragðljúft og svo sparilegt. Ég skipti hefðbundna kaffinu og líkjörnum út fyrir freyðivín og limoncello líkjör sem fer einstaklega vel með rjómakenndri fyllingu, hvítu súkkulaði og örlítið súrum hindberjum. Þetta er ekta hátíðar eftirréttur sem verður á mínu borði á gamlárskvöld. Ég mæli með að gera réttinn kvöldinu áður en hann er borinn fram, þannig verður hann ómótstæðilegur. Ég bar réttinn fram í glærri triffli skál en hann má auðveldlega leggja í hvaða form eða skál sem er líkt og hefðbundið tiramisu.
rjómi frá Gott í matinn | |
eggjarauður | |
sykur | |
íslenskur mascarpone frá Gott í matinn, við stofuhita | |
vanilluextract eða fræ úr einni vanillustöng | |
hvítt súkkulaði | |
lemoncurd | |
lady fingers, kökufingur | |
freyðivín | |
limoncello | |
hindber, eða eftir smekk |
Höfundur: Helena Gunnarsdóttir