Menu
Innbakaðir ostar - Höfðingi og Gullostur

Innbakaðir ostar - Höfðingi og Gullostur

Þessi uppskrift frá Ragnari Frey, lækninum í eldhúsinu, dugar fyrir 10 manns og eru notaðir stórir ostar sem hægt er að kaupa beint hjá MS, en vitaskuld má minnka uppskriftina og nota hefðbunda stærð af báðum ostum.

Berið fram með góðu súrdeigsbrauði, sultu, pestó, balsamic marineruðum perlulauk og góðu salati.

Innihald

10 skammtar
Dala Höfðingi
Dala Gullostur
fílódeig
smjördeig
dijon sinnep
sænskt sinnep
serrano skinka
góð sulta
egg
vatn
salt

Tillögur að meðlæti:

gott súrdeigsbrauð, sulta, pestó, balsamic marineraður perlulaukur og gott salat

Höfðingi

  • Osturinn settur í fílódeig og smurður með örþunnu lagi af sultu.
  • Ostur vafinn inn í 3-6 lög af deiginu, eftir smekk.
  • Hægt að útbúa skraut úr smjördeiginu á borð við lauf og rósir ef vilji er fyrir hendi.
  • Deigið penslað með hrærðu eggi.
  • Stráið salti yfir.
  • Bakið við 180°C í 20 mínútur.
Höfðingi

Gullostur

  • Smjördeig flatt út og smurt með sinnepi.
  • Gullostur vafinn inn í serrano skinku og lagður ofan á sinnepið.
  • Deigið penslað með hrærðu eggi.
  • Hægt að útbúa skraut úr smjördeiginu á borð við lauf og rósir ef vilji er fyrir hendi.
  • Stráið salti yfir bökuna.
  • Bakið við 200°C í 30 mínútur.
Gullostur

Höfundur: Ragnar Freyr Ingvarsson