Menu
Innbakaður ostur með perum og pekanhnetum

Innbakaður ostur með perum og pekanhnetum

Innbakaðir Dalaostar eiga alltaf vel við en hér er á ferðinni örlítið haustleg útgáfa af Dala Auði með pekanhnetum og perum - nokkurs konar ostafjall. Við mælum svo sannarlega með að þið prófið!

Berið fram með góðu kexi eða brauði.

Innihald

4 skammtar
Dala Auður
smjördeigsplötur
pera
pekanhnetur
púðursykur
egg (til að pensla með)

Skref1

  • Affrystið smjördeigsplöturnar og undirbúið annað á meðan.

Skref2

  • Afhýðið peruna og skerið niður í litla teninga.
  • Saxið pekanhneturnar gróft niður.

Skref3

  • Setjið perur og púðursykur í pott.
  • Hitið við miðlungs hita þar til sykurinn er bráðinn og perurnar aðeins farnar að mýkjast.
  • Hrærið þá pekanhnetunum saman við.

Skref4

  • Setjið smjördeigsplöturnar þétt hlið við hlið og fletjið þær aðeins út og klemmið saman á samskeytunum.
  • Flytjið smjördeigið yfir í eldfast mót.
  • Setjið um helminginn af perublöndunni á miðjuna, næst ostinn sjálfan þar ofan á og síðan restina af perublöndunni ofan á ostinn.
  • Pakkið þessu þá öllu óreglulega inn með smjördeiginu en skiljið eftir op á toppnum.

Skref5

  • Pískið eggið og penslið deigið.
  • Bakið í 200°C heitum ofni í um 15 mínútur eða þar til deigið gyllist.
Skref 5

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir