Menu
Ískaka með karamellu og pekanhnetum

Ískaka með karamellu og pekanhnetum

Það er eitthvað svo hátíðlegt að gera heimatilbúinn ís fyrir jólin og skemmtilegt að útfæra hann yfir í ísköku sem skorin er í sneiðar. Hér er hafrakexbotn sem smellpassar með karamellunni og góða ísnum, nammi, namm!

Innihald

1 skammtar

Hafrakexbotn

hafrakex
brætt smjör

Karamella með pekanhnetum

smjör
púðursykur
síróp
vanilludropar
salt
pekanhnetur (saxaðar)

Fylling og samsetning

rjómi frá Gott í matinn, þeyttur
egg, aðskilin
púðursykur
sykur
vanillusykur
karamellukurl
pekanhnetur

Hafrakexbotn

  • Setjið bökunarpappír í botninn á um 20-22 cm smelluformi.
  • Brytjið kexið gróft niður í blandara og myljið niður í honum þar til sandáferð er komin á kexið.
  • Setjið kexmylsnuna í skál, hellið smjörinu yfir og blandið saman.
  • Hellið í kökuformið, þjappið niður í botninn og upp um það bil hálfar hliðar, setjið í frysti á meðan þið útbúið karamelluna og fyllinguna.

Karamella með pekanhnetum

  • Bræðið smjörið við meðalhita í potti og bætið þá púðursykri og sírópi saman við.
  • Náið suðunni upp og lækkið síðan aftur í meðalhita, leyfið aðeins að bubbla og hrærið í allan tímann þar til sykurinn er uppleystur.
  • Takið þá af hellunni, bætið vanilludropum, salti og pekanhnetum saman við og leyfið blöndunni að ná stofuhita áður en þið blandið henni saman við ísinn í næsta skrefi.

Fylling og samsetning

  • Stífþeytið eggjahvíturnar og geymið til hliðar ásamt þeytta rjómanum.
  • Þeytið síðan saman eggjarauður, báðar tegundir af sykri og vanillusykur þar til blandan þykkist og verður ljós á litinn.
  • Vefjið næst rjómanum varlega saman við með sleikju og þar á eftir stífþeyttu eggjahvítunum.
  • Hellið ísblöndunni síðan í formið, ofan á kexbotninn í nokkrum skömmtum. Setjið smá, síðan smá karamellu óreglulega hér og þar og endurtakið þar til bæði ísblanda og karamella er búin.
  • Sléttið aðeins úr toppnum og stráið karamellukurli og pekanhnetum yfir toppinn.
  • Frystið í að minnsta kosti 4 klukkustundir eða yfir nótt og losið þá úr smelluforminu og skerið í sneiðar.
Fylling og samsetning

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir