Marengs
- Stillið ofninn á 150°.
- Klæðið með bökunarpappír botn á lausbotna hringlaga 24 cm bökunarformi.
- Stífþeytið eggjahvíturnar og bætið sykri saman við, smátt og smátt.
- Bætið möndlum varlega út í með sleif.
- Setjið marengsinn í formið og bakið í um 50-60 mínútur.
- Látið svo marengsbotninn kólna.
Ís
- Þeytið eggjarauður og púðursykur létt og ljóst.
- Blandið Daim/Toblerone saman við volgt kaffið og leggið til hliðar.
- Þeytið rjómann og blandið svo eggjahrærunni og súkkulaðikaffinu varlega saman við.
- Hellið yfir marengsbotninn og sléttið úr.
- Setjið í frysti í a.m.k. 4 tíma eða eins lengi og vill.
Hindberjasósa
- Best er að taka ískökuna úr frysti 30 mínútum áður en hún er borin fram. Þá er gott að nota tímann og útbúa hindberjasósuna.
- Setjið öll hráefnin sem eiga að fara í sósuna í pott.
- Látið suðuna koma upp.
- Hrærið og látið malla í um 4 mínútur.
- Látið ístertuna á disk og berið fram með hindberjasósunni.
Höfundur: Erna Sverrisdóttir