Menu
Ítalskar kjötbollur

Ítalskar kjötbollur

Ítalskar kjötbollur með rifnum osti. 

Innihald

1 skammtar
nautahakk
rifinn Mozzarella ostur frá Gott í matinn
Ritz kex
sítróna
laukur
hvítlauksrif
pastasósa
ítalskt panini krydd og Best á allt

Meðlæti

Nóg af rifnum osti, t.d. Parmesan eða Óðals Tindur
salat
pastasósa fyrir þá sem vilja

Skref1

  • Setjið nautahakkið í stóra skál og kryddið vel. Kreistið safann úr einni sítrónu yfir hakkið. Skerið laukinn og hvítlaukinn frekar smátt og bætið út í skálina. Brjótið Ritz kexið niður í mylsnu og setjið saman við ásamt einum poka af mozzarella osti.

Skref2

  • Hnoðið öllu vel saman og mótið litlar bollur. Steikið á miðlungs hita þar til þær eru farnar að brúnast vel. Ítölsku sósunni má hella yfir bollurnar rétt í lokin eða hafa hana til hliðar. Berið fram með nóg af rifnum parmesan osti og góðu salati.

Skref3

  • Hakkbollurnar eru ekki síðri daginn eftir. Þá er hægt að sjóða pasta og hafa með þeim. Einnig er lítið mál að frysta þær og taka út þegar hentar.

Höfundur: Tinna Alavis