Menu
Ítalskar kjötbollur með kotasælu og tagliatelle

Ítalskar kjötbollur með kotasælu og tagliatelle

Einstaklega góðar og fljótlegar ítalskar kjötbollur með parmesan og kotasælu sem gera þær mjúkar og bragðgóðar með ferskum kryddjurtum. Hægt að bera fram með sinni uppáhalds pastasósu og hvítlauksbrauði. Kvöldmatur sem allir elska. Bollurnar er einnig hægt að bera fram einar og sér með góðri sósu til að dýfa í.

Innihald

6 skammtar
nautahakk
egg
kotasæla
parmesan eða Vesturós ostur
brauðrasp
hvítlauksrif
fersk basilíka
fersk steinselja
óreganó
sjávarsalt
tómat pastasósa
tagliatelle

Skref1

  • Hitið ofninn í 180 gráður.
  • Setjið hakk, egg, kotasælu, rifinn parmesan eða Vesturós ost, brauðrasp, basilíku, steinselju, oregano og sjávarsalt saman í matvinnsluvél og látið hana vinna þar til allt hefur náð að blandast saman. Einnig má hnoða þetta saman með höndunum.

Skref2

  • Setjið smá ólífuolíu í eldfast mót og myndið meðalstórar kúlur út hakkblöndunni en uppskriftin ætti að duga í 30-40 kjötbollur.
  • Raðið þeim í eldfasta mótið og eldið í 20-25 mínútur eða þar til kjötbollurnar eru full eldaðar í gegn.

Skref3

  • Á meðan bollurnar eru í ofninum er tagliatelle soðið eftir leiðbeiningum á pakkningu.
  • Hitið pastasósuna í potti á meðan að pastað eldast.
  • Þegar tagliatelle er fulleldað setjið þið það í fat eða á disk, setjið kjötbollurnar yfir og hellið síðan tómat pastasósunni yfir allt saman.
  • Gott er að bera fram með rifnum parmesan eða Vesturós osti, ferskri basilíku og hvítlauksbrauði.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir