Menu
Ítalskur borgari

Ítalskur borgari

Virkilega góð samsetning með mozzarella og pepperóní.

Innihald

1 skammtar

Ítalskur borgari

hamborgari
ferskur mozzarella-ostur frá MS
pepperóní
smjörsteiktir sveppir
pítsusósa
steiktir laukhringir
ciabatta-brauð eða hamborgarabrauð

Skref1

  • Steikið sveppina og laukhringina, sitt í hvoru lagi á pönnu.

Skref2

  • Grillið borgarann eftir smekk.
  • Þegar 1-2 mínútur eru eftir af steikingartímanum, dreifið þá mozzarella-sneiðum á borgarann og látið þær hitna og bráðna örlítið.

Skref3

  • Hitið brauðið á sama tíma á efri grind grillsins.
  • Smyrjið brauðið með pítsusósunni.
  • Raðið svo borgaranum saman.

Höfundur: Inga Elsa Bergþórsdóttir