Menu
Ítölsk pizza

Ítölsk pizza

Ef þig langar í aðeins sterkari pizzu en venjulega mælum við með þessari veislu! Sterk ítölsk ostablanda með ítölskum kryddjurtum, cayenne-pipar og chili gefur pizzunni kröftugt bragð sem bragðlaukarnir gleyma seint. 
Uppskriftin dugar í þrjár pizzur.

Innihald

3 skammtar

Pizzabotnar

hveiti
volgt vatn
sykur
salt
þurrger, eða einn lítill poki
ólífuolía

Álegg

pizzasósa
sterk ítölsk ostablanda frá Gott í matinn
græn paprika
rauðlaukur
pepperóní
ferskt garðablóðberg (timjan)

Skref1

  • Það má að sjálfsögðu nota tilbúið pizzadeig en ef ykkur langar að útbúa það sjálf er hér skotheld uppskrift.
  • Blandið saman vatni, þurrgeri og sykri og leyfið aðeins að freyða.
  • Setjið önnur þurrefni í hrærivélarskál og festið krókinn á. Deigið má einnig hnoða í höndunum en þá þarf að gera holu í þurrefnahrúguna og setja vatnsblöndu og olíu saman við í nokkrum skömmtum.
  • Hellið vatni og ólífuolíu saman við og hnoðið í nokkrar mínútur.
  • Penslið stóra skál með matarolíu, veltið deigkúlunni upp úr olíunni, plastið skálina og leyfið að hefast í um klukkustund.

Skref2

  • Skiptið deiginu í þrjá hluta, formið hringlaga pizzur, setjið pizzasósu og álegg á hvern botn.
  • Bakið við 220°C í um 13–15 mínútur eða þar til kantarnir fara að gyllast.
  • Toppið með garðablóðbergi (timjan).
Skref 2

Höfundur: Gott í matinn