Menu
Jarðarber með marengs og rjóma

Jarðarber með marengs og rjóma

Er eitthvað betra en ný dísæt jarðarber með rjóma? Ég held svei mér þá ekki margt. Þessi eftirréttur er frábærlega fljótlegur og ljúffengur og algjört lykilatriði að vera með góð jarðarber. Rjóminn og marengsinn gera þetta svo ómótstæðilegt.

Innihald

4 skammtar
jarðarber
sykur
sítrónusafi
rjómi frá Gott í matinn
tilbúinn marengsbotn

Aðferð

  • Skerið jarðarberin niður og setjið í skál ásamt sykri og sítrónusafa. Blandið þessu vel saman og leyfið að liggja í 10-15 mínútur eða þar til sykurinn leysist upp og myndar smá jarðarberjasíróp.
  • Léttþeytið rjómann og brjótið marengsinn niður.
  • Setjið í glös eða skálar. Jarðarber neðst, því næst marengs og svo rjóma og svo koll af kolli. Berið fram strax eða leyfið að standa í ísskáp í 1-2 klst.
  • Njótið!
Aðferð

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir