Menu
Jarðarberjaklattar með grískri jógúrt

Jarðarberjaklattar með grískri jógúrt

Þessir jarðaberjaklattar eru einstaklega góðir á bragðið og skemmtilegt að búa þá til með krökkunum. 

Innihald

8 skammtar
grísk jógúrt frá Gott í matinn
jarðarber, fersk eða frosin
hunang (1-2 msk. eftir smekk)
suðusúkkulaði

Aðferð

  • Skerið jarðarberin í litla bita og blandið saman við grísku jógúrtina og hunangið.
  • Setjið bökunarpappír á bakka og notið skeið til að búa til litla klatta.
  • Setjið klattana inn í frysti í smá stund á meðan súkkulaðið er brætt.
  • Dreifið súkkulaðinu yfir klattana og frystið aftur í 2-3 klst.
  • Það er einnig hægt að frysta klattana í 2-3 klst og setja súkkulaðið á þegar þeir eru frosnir.
  • Þá er hægt að dýfa klöttunum í súkkulaðið og setja jafnvel undir og yfir.
Aðferð

Höfundur: Helga Magga