Pretzel kurl
- Hitið ofn í 200 gráður. Myljið pretzel í matvinnsluvél eða í höndunum með því að berja það niður í poka. Ekki mylja það of fínt, leyfið grófari bitum að koma fram.
- Setjið sykur eða púðursykur saman við ásamt bræddu smjöri. Hrærið og blandið vel saman. Það má gera í matvinnsluvél eða í skál og þá með höndunum með því að kreista allt saman.
- Dreifið úr blöndunni í ofnskúffu og stingið í heitan ofninn. Bakið í 10-12 mínútur. Takið úr ofninum og látið kólna.
Ostablanda
- Hrærið allt saman þar til blandan er mjúk og kekkjalaus.
- *Í staðinn fyrir rjómaost má nota Ísey eða KEA skyr af ýmsum tegundum sem og mascarponeost frá Gott í matinn.
Berjablanda
- Skerið jarðarber í sneiðar og hrærið saman við jarðarberjasultuna.
- *Í staðinn fyrir jarðarber má nota önnur ber og sultu úr þeim berjum. Einnig epli og þá eplamauk. Appelsínur og appelsínumarmelaði. Allt sem hugurinn girnist hverju sinni eða til er í ísskápnum.
Samsetning
- Setjið kurl í botninn, ostablöndu, kókosbollur (sem búið er að brjóta aðeins niður) og þá berjablöndu ofan á.
- Skreytið með pínu meira kurli og fallegri, ferskri myntu.
- Kælið aðeins áður en borið fram.
- Það má setja þessa köku saman að vild. Í eina stóra skál eða fat, einnig fyrir hvern og einn. Kurlið getur sömuleiðis verið undir ostablöndunni eins og botn eða kökunni lagskipt.
Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir