Skref1
- Hakkið hafrakexið í matvinnsluvél, bræðið smjörið og hellið saman við hafrakexið.
- Þrýstið hafrakexblöndunni ofan í hringlaga meðalstór form og aðeins upp á hliðarnar.
- Setjið formið í frysti á meðan þið undirbúið ostakökuna.
Skref2
- Maukið jarðaber, límónusafa og límónubörk saman í matvinnsluvél.
- Hrærið ostana saman þar til þeir eru orðnir mjúkir og sléttir, bætið rjómanum saman við og hrærið saman.
- Bætið jarðarberjamaukinu saman við og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.
Skref3
- Hellið ostablöndunni í yfir hafrakexbotninn og dreifið vel úr.
- Setjið plastfilmu yfir og frystið í klukkustund.
- Takið kökuna úr frystinum 20 mínútum áður en hún er borin fram.
- Skreytið með jarðarberjum.
Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir