Menu
Jarðarberjaterta

Jarðarberjaterta

Gómsæt jarðarberjaterta, frábær á veisluborðið eða í saumaklúbbinn. 

Innihald

1 skammtar

Botn:

eggjahvítur
bolli sykur
bollar kókosmjöl
brytjað suðusúkkulaði
lyftiduft

Jarðarberjarjómi:

rjómi frá Gott í matinn
dós jarðarber

Skref1

  • Byrjið á því að hita ofninn í 150°C.

Skref2

  • Stífþeytið eggjahvíturnar og bætið svo sykrinum rólega saman við.
  • Kókosmjöl, lyftiduft og smátt brytjað suðusúkkulaði er því næst hrært saman við með sleif.

Skref3

  • Þá er komið að því að smyrja 2 form (einnig hægt að nota bökunarpappír) og skipta blöndunni jafnt á milli.
  • Bakið í 30 mínútur og látið kólna.

Skref4

  • Næst er 1 peli af rjóma þeyttur og einni dós af jarðarberjum (vökvinn sigtaður frá) hrært saman við með sleif.
  • Rjómablandan er sett á milli tertunnar og svo er hún skreytt með rjóma og jarðarberjum.

Höfundur: Tinna Alavis