Skref1
- Blandið saman hveiti, sykri, lyftidufti, matarsóda og salti.
- Pískið saman í annarri skál, eggjum, mjólk, jógúrt, bræddu smjöri og vanillu.
- Blandið þessu varlega saman við þurrefnin þar til rétt svo komið saman.
- Ef ykkur finnst deigið of þykkt, bætið þá örlítilli mjólk saman við.
- Blandið svo bláberjunum og sítrónuberkinum varlega saman við.
Skref2
- Hitið pönnu á meðalhita og bræðið á henni dálítið smjör.
- Steikið pönnukökurnar, hver pönnukaka er um ½ dl af deigi.
- Snúið pönnukökunum við þegar loftbólur taka að myndast ofan á þeim.
- Steikið þá örstutt á hinni hliðinni.
- Haldið pönnukökunum heitum og berið fram með dálitlu volgu hlynsírópi (hægt að hita við vægan hita í litlum potti) og meiri bláberjum.
Höfundur: Helena Gunnarsdóttir