Skref1
- Setjið allt hráefnið í pott á meðalhita.
- Hrærið vel og látið suðuna koma upp.
- Lækkið þá hitann og látið karamelluna malla í potti á vægum hita þar til hún fer að þykkna, en það tekur um 10-15 mínútur.
- Gætið vel að því að karamellan brenni ekki, sem gerist ef hitinn á hellunni er of hár.
- Slökkvið undir karamellunni og látið hana kólna örlítið og taka sig.
Skref2
- Ristið möndluflögur á þurri pönnu eða notið tilbúnar. Ef þið eruð að rista þær, setjið þær á þurra og kalda pönnuna sem er á meðalhita. Hrærið reglulega og rólega í flögunum þar til þær fá á sig gullin tón.
- Notið meðalstórt hringform, springform, og klæðið það með bökunarpappír.
- Stráið möndluflögunum í botninn, dreifið jafnt úr þeim.
- Hellið heitri karamellunni yfir og látið kólna nokkuð vel.
Skref3
- Þá er komið að botninum sjálfum.
- Hitið ofn í 180 gráður.
- Hrærið saman sykur, smjör og egg og blandið vel.
- Hrærið þurrefnin saman í skál og hellið þeim saman við smjörblönduna og blandið aðeins saman.
- Setjið jógúrt saman við og mjólk og hrærið varlega til að byrja með.
- Athugið að hræra deigið ekki mikið því þá verður kakan gjarnan þétt og seig í áferð.
Skref4
- Hellið deiginu yfir karamelluna í bökunarforminu.
- Setjið í heitan ofninn og bakið í 20-25 mínútur, athugið að bökunartíminn fer allt eftir því hve formið er stórt og kakan þykk.
- Stingið prjóni í kökuna eftir 15 mínútur, prjónninn á ekki að koma hreinn út heldur aðeins kámugur og blautur því kakan á ekki að vera mikið bökuð.
Skref5
- Látið kökuna kólna nokkuð vel í forminu og á hvolfi.
- Hún skal vera volg þegar þið takið hana úr forminu, losið pappírinn og skellið henni á disk með karamelluhliðina upp.
- Kakan er góð volg sem köld, með ískaldri mjólk, kaffi og tei og hún er falleg sem eftirréttur með freyðivíni.
- Þeyttur rjómi eða grísk jógúrt má fylgja með skál fyrir þá sem það vilja.
Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir