Pavlova
- Hitið ofninn í 120 gráðu hita með blæstri og setjið smjörpappír á bökunarplötu.
- Hrærið eggjahvítur þar til þær eru orðnar að froðu, bætið þá sykri varlega saman við, smátt og smátt í einu og hrærið þar til blandan er orðin stíf og stendur.
- Bætið maísenamjöli saman við ásamt hvítvínsediki og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman og blandan er orðin stíf og glansandi.
- Myndið hring á smjörpappírinn. Gott er að teikna hann á eins og þið viljið hafa hann og mótið pavlovuna eftir því. Myndið holu/skurð ofan á hringinn með skeið en þangað fer rjóminn.
- Bakið í klukkustund, slökkvið á ofninum og látið pavolvuna kólna með ofninum um 3 klst. Gott er að gera pavolvuna daginn áður og láta hana standa inni í ofni yfir nótt.
- Þegar kakan hefur kólnað alveg byrjið þið á rauðvíns kirsuberjasírópinu.
Rauðvíns kirsuberjasíróp
- Setjið rauðvín í pott yfir meðal háan hita og látið sjóða þar til um helmingurinn af víninu hefur gufað upp.
- Skerið kirsuberin í tvennt, takið steininn úr og setjið saman við rauðvínið ásamt sykri og vatni. Látið sjóða þar til sírópið er farið að þykkna, tekur um 15-20 mínútur.
- Þegar sírópið er orðið þykkt og fallega rautt, setjið þá vanilludropa og sítrónusafa saman við. Hrærið þar til allt hefur blandast saman.
- Látið sírópið kólna þar til það hefur náð stofuhita áður en þið setjið á kökuna.
- Þeytið rjóma og setjið ofan á kökuna ásamt sírópinu, súkkulaðispænum og síðan sírópið.
Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir