Menu
Jóla triffli á 15 mínútum

Jóla triffli á 15 mínútum

Það finnst öllum gaman að bera fram fallega eftirrétti á borð fyrir fjölskyldu og vini. Stundum höfum við nægan tíma og stundum bara alls ekki. Þetta jóla triffli eða jólatrufla eins ég kalla hana nýtur sín vel á veisluborðinu og það allra besta við hana er hversu fljótleg hún er og falleg fyrir augað og bragðlaukana. Hér er þó hægt að láta hugmyndaflugið njóta sín, hægt er að skipta út fyrir þína uppáhalds kökur, hægt að bæta við smákökum á toppinn eða ofan í eða hvað sem hugurinn girnist á hverjum tíma.

Innihald

1 skammtar
rjómi frá Gott í matinn
fræ úr einni vanillustöng
flórsykur
súkkulaðibúðingur
jólakaka
rúlluterta með kremi
brómber
hindber
jarðarber
súkkulaðispænir

Aðferð

  • Þeytið rjómann létt, blandið saman fræjum úr einni vanillustöng (má líka nota vanilludropa) ásamt flórsykri. Gott er að sigta flórsykurinn og hræra saman við rjómann með sleif.
  • Útbúið súkkulaðibúðning eftir leiðbeiningum á pakkningu.
  • Setjið rjóma í botninn á skálinni, skerið niður jólaköku í meðalstóra bita og raðið meðfram brúninni og setjið rest inn í hringinn.
  • Setjið þunnt lag af rjóma yfir kökubitana og því næst súkkulaðibúðinginn og dreifið vel úr honum.
  • Skerið berin gróflega niður og raðið yfir allt. Fallegt er að raða þeim vel meðfram köntunum svo þau sjáist vel í skálinni.
  • Setjið því næst rjóma, skerið rúllutertuna niður í bita og raðið þeim fallega í skálina, setjið restina af kökunni í minni bita inn í hringinn.
  • Setjið restina af rjómanum í skálina ásamt berjum og smá súkkulaðispónum.
  • Það þarf alls ekki að raða eftir þessu fyrirkomulagi í skálina og um að gera að láta hugmyndaflugið njóta sín og raða eftir eigin höfði.
  • Geymið í kæli þar til rétturinn er borinn fram.
Aðferð

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir