Menu
Jólaís með Toblerone og kókosbollum

Jólaís með Toblerone og kókosbollum

Jólaísinn er ómissandi á mörg heimili um jólin. Hér er á ferðinni einstaklega girnilegur og góður ís með súkkulaðisósu sem hentar öllum aldurshópum.

Innihald

6 skammtar
egg (aðskilin)
púðursykur
sykur
vanillusykur
rjómi frá Gott í matinn, þeyttur
litlar kókosbollur, skornar í tvennt
Toblerone, saxað

Súkkulaðisósa:

Toblerone
rjómi frá Gott í matinn

Jólaís

  • Þeytið eggjarauður og sykur þar til létt og ljóst og bætið vanillusykri saman við í lokin.
  • Vefjið þeyttum rjóma saman við með sleif og bætið Toblerone saman við.
  • Að lokum má stífþeyta eggjahvíturnar og vefja þeim varlega saman við rjómablönduna og setja kókosbollurnar saman við alveg í lokin.
  • Hellið í ílangt kökuform sem búið er að plasta að innan með plastfilmu og frystið í að minnsta kosti 4 klukkustundir eða yfir nótt.
  • Takið ísinn úr forminu þegar það á að bera hann fram og skreytið með kókosbollum, jarðarberjum, söxuðu Toblerone og Tobleronesósu.

Súkkulaðisósa

  • Bræðið Toblerone og rjóma saman í potti þar til súkkulaðið er bráðið.
  • Leyfið sósunni aðeins að þykkna og hitanum að rjúka úr og berið fram með ísnum.
Súkkulaðisósa

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir