Menu
Jólaís með Toblerone og piparkökum

Jólaís með Toblerone og piparkökum

Piparkökurnar og Tobleroneið fara æðislega vel saman og ísinn verður algjörlega ómótstæðilegur. Best er að gera ísinn amk einum degi áður en hann er borinn fram.

Innihald

6 skammtar

Hráefni

500 ml rjómi frá Gott í matinn
4 stk. egg
1 msk. vanilludropar
hnífsoddur salt
8 msk. flórsykur
150 g Toblerone súkkulaði
100 g piparkökur
jarðarber til skrauts (má sleppa)

Mars íssósa

4 stk. Mars súkkulaðistykki
50 g rjómasúkkulaði
200 ml rjómi frá Gott í matinn

Jólaís

  • Eggin og flórsykurinn er þeytt saman þar til blandan verður létt og ljós.
  • Saltinu og vanilludropum bætt við og hrært.
  • Tobleroneið og piparkökurnar saxað í litla bita.
  • Rjóminn er þeyttur sér og svo er öllu blandað saman varlega með sleif.
  • Blandan sett í form og inn í frysti.

Mars íssósa

  • Allt sett í pott og brætt saman við vægan hita án þess að sjóða.

Höfundur: Gígja S. Guðjónsdóttir