Menu
Jólalegt Ris a la mande

Jólalegt Ris a la mande

Það er best að taka frá góðan tíma í að útbúa þennan rétt, allavega ekki vera að flýta sér. Gott er að sjóða grjónin deginum áður en grauturinn er borinn fram, því það tekur dágóðan tíma að sjóða þau.

Með grautnum er hægt að bjóða upp á þá sósu sem við elskum mest t.d. berjasósu úr hindberjum, kirsuberjasósu, rjómasúkkulaðisósu, marssósu eða setja appelsínu- og mandarínubita út í grautinn.

Innihald

6 skammtar
grautargrjón
vatn (4-6 dl)
mjólk (til að byrja með)
smjör
vanilludropar eftir smekk, eða vanillustöng
nokkur korn af salti
flórsykur
hvítt súkkulaði (má alveg sleppa)
þeyttur rjómi frá Gott í matinn

Súkkulaðirjómasósa

rjómi frá Gott í matinn
mjólkursúkkulaði
suðusúkkulaði

Skref1

  • Sjóðið grautargrjónin í vatni alveg sér.
  • Notið helst þessi rúnuðu grautargrjón ef þið hafið tök á, önnur grjón verða ekki eins.

Skref2

  • Þegar grjónin eru soðin takið þau af hitanum og setjið til hliðar.
  • Hitið mjólkina, segjum einn lítra og setjið góða smjörklípu ásamt smá skvettu af vanilludropum út í. Það er líka hægt að setja kanilstangir í mjólkina. Auðvitað líka anis og kardemommukjarna.
  • Setjið líka nokkrar matskeiðar af flórsykri í mjólkina og örlítið salt.

Skref3

  • Þegar mjólkin er orðin heit mokið þið grjónunum yfir í mjólkina og hrærið á meðan.
  • Hellið meiri mjólk saman við ef ykkur finnst þurfa og bætið grjónum við þangað til að kominn er góður grautur. Með þessum hætti komið þið í veg fyrir bruna á grautnum.

Skref4

  • Þegar grauturinn er tilbúinn er hvíta súkkulaðinu hrært saman við ef þið viljið nota það.
  • Síðan þarf grauturinn að kólna - jafnvel fram á næsta dag.
  • Áður en grauturinn er borinn fram er þeyttum rjóma bætt við og það þarf hræra hann varlega saman við grautinn við ásamt flórsykri.
  • Smakkið til og bætið við flórsykri eftir smekk.

Súkkulaðirjómasósa

  • Hitið rjómann að suðu og látið súkkulaðið bráðna saman við. Þið getið líka bætt mars-súkkulaði við rjómann eða hverju öðru sem hugurinn girnist.

Höfundur: Theodóra J. Sigurðardóttir Blöndal