Það er skemmtilegt föndur en ákaflega einfalt að gera jólalegan ostabakka. Ég lofa að þessi ofurkrúttlegi bakki mun slá í gegn í hvaða jólaboði sem er. Jólasveininn má gera úr góðum hvítmygluosti á borð við Dala Camembert og litli snjókarlinn er gerður úr bragðbættum rjómaosti og fínrifnum hörðum osti eins og Goðdala Gretti. Svo má raða spægipylsum og skinku allt í kring og skreyta að vild.
Dala Camembert | |
rjómaostur með graslauk og lauk frá MS | |
Goðdala Grettir | |
• | spægipylsa, þunnt skorin |
• | hráskinka |
• | kex |
• | svartar ólífur |
• | jarðarber |
• | svört piparkorn |
• | appelsínugul paprika eða gulrót |
• | rósmarín og jólabrjóstsykur til skrauts |
Höfundur: Helena Gunnarsdóttir