Menu
Kalt kjúklingasalat með kryddosti

Kalt kjúklingasalat með kryddosti

Þetta salat er alveg sérlega ljúffengt. Ótrúlega matarmikið, bragðgott og fullkomið á samloku sem nesti eða ofan á snittubrauð og kex í veislum.

Innihald

1 skammtar
eldaður kjúklingur (t.d. tilbúnar bringur)
vínber, skorin í litla bita
blaðlaukur (hálfur ef mjög stór)
kryddostur með hvítlauk frá MS
fersk steinselja, eftir smekk
sýrður rjómi 18% frá Gott í matinn
dijon sinnep
hunang
salt og pipar

Aðferð

  • Skerið kjúklinginn í litla teninga eða rífið niður.
  • Saxið vínber, blaðlauk og kyddostinn í litla bita ásamt steinselju og blandið öllu vel saman.
  • Hrærið vel saman sýrðum rjóma, dijon sinnepi, hunangi, salti og pipar og smakkið til.
  • Blandið öllu saman og berið fram strax eða geymið í ísskáp.
  • Geymist vel í 3-4 daga í lokuðu íláti.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir