Menu
Kanilsnúða rjómabollur

Kanilsnúða rjómabollur

Hver elskar ekki volga kanilsnúða með heimatilbúnum súkkulaðiglassúr. Hér koma þeir í nýjum búning þar sem búið er að skera þá í tvennt og bera þá fram með þeyttum rjóma líkt og bollur. Skemmtileg tilbreyting fyrir alla sem elska kanilsnúða og rjómabollur í einum bita.

Einföld uppskrift gerir 20-25 stk.

Innihald

1 skammtar

Kanilsnúðar

hveiti
lyftiduft
sykur
smjör, brætt
mjólk
sykur og kanill

Kansilsnúðar

smjör

Súkkulaðiglassúr

flórsykur
bökunarkakó
smjör, brætt
heitt kaffi
vanilludropar
heitt vatn

Fylling

rjómi frá Gott í matinn

Skref1

  • Hitið ofninn í 180°C og setjið smjörpappír á ofnplötu.
  • Blandið hveiti, lyftidufti og sykri saman í skál og hrærið saman.
  • Bræðið 100 g smjör og hellið því saman við hveitiblönduna ásamt mjólkinni.
  • Hnoðið deigið og fletjið það vel út.

Skref2

  • Bræðið 50 g af smjöri, smyrjið því yfir deigið og stráið kanilsyrki yfir allt saman.
  • Rúllið deiginu þétt upp, skerið í 3-4 cm bita og setjið á ofnplötuna.
  • Þrýstið snúðunum aðeins niður og bakið í rúmlega 15 mínútur eða þar til þeir hafa náð ljósgylltum lit.

Skref3

  • Næst er það glassúrinn.
  • Hrærið flórsykur og kakó saman.
  • Bræðið smjör og hellið því saman við ásamt kaffi.
  • Bætið vanilludropum saman við og heitu vatni eftir þörfum og hrærið þar til glassúrinn verður sléttur og fínn.

Skref4

  • Þegar snúðarnir hafa kólnað eru þeir skornir í tvennt.
  • Setjið súkkulaðiglassúr á botninn, þreytið rjóma og sprautið honum ofan á.
  • Setjið snúðatoppinn ofan á rjómann og stráið flórsykri yfir eða setjið meira af súkkulaðiglassúr ofan á.
Skref 4

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir