Þessir kanilsnúðar eru bæði einfaldir og fljótlegir, sniðugir til að grípa með sér í nesti eða hafa með kaffinu. Það er mjög skemmtilegt að baka þá með börnum því það er enginn biðtími og þeir þurfa ekki að hefast. Það þarf bara að hræra deiginu saman, rúlla út í snúða og skella beint í ofninn.
hveiti | |
Ísey skyr hreint | |
lyftiduft | |
salt | |
eggjahvíta til penslunar | |
sykur (eða gervisæta) | |
kanill |
Ísey skyr með vanillubragði | |
léttmjólk frá MS |
Höfundur: Helga Magga