Skref1
- Myljið kexið í fína mylsnu, blandið saman við brætt smjörið og þjappið í botn á bökuformi. Kælið.
- Þeytið rjómaostinn, sykurinn og vanillu vel saman. Þeytið rjómann og blandið varlega saman við rjómaostinn.
- Þeytið saman búðingsdufti og 250 ml af mjólk og blandið svo saman við rjómaostablönduna.
- Hellið þessu yfir kældan kexbotninn, hellið karamellusósu yfir og dragið aðeins í gegnum ostablönduna með enda á skeið til að fá einskonar marmaraáferð og kælið í a.m.k. 2 klst. eða yfir nótt.
- Áður en borið fram, þeytið rjóma og setjið ofan á, skreytið með karamellusósu.
Skref2
- Það er mjög gott að leggja bananasneiðar ofan á kexbotninn áður en rjómaostablandan er sett ofan á.
- Í þessari uppskrift er notuð tilbúin karamellusósa en lítið mál er að nota heimalagaða sósu vilji maður það frekar.
Höfundur: Helena Gunnarsdóttir