Skref1
- Best er að nota heimatilbúið poppkorn en það sleppur þó alveg að nota örbylgjupopp.
- Setjið poppið í skál ásamt skornum hnetum og blandið því saman.
- Hitið smjörið, púðursykurinn, sírópið og saltið í litlum potti á meðalháum hita.
- Þegar allt hefur blandast vel saman og blandan farin að sjóða er hitinn hækkaður og karamellan látin malla í rúmar 5 mínútur. Hrærið allan tímann.
- Takið pottinn af hellunni og bætið þá matarsódanum og vanilludropunum saman við og hrærið vel, karamellan þykknar vel við þetta.
Skref2
- Hellið karamellunni yfir poppið og hneturnar, setjið smátt og smátt af karamellunni yfir poppið og hrærið vel á milli. Karamellan er fljót að storkna og því þurfið þið að hafa hraðar hendur þegar þið blandið þessu öllu saman.
- Setjið bökunarpappír á ofnplötu, hellið poppinu yfir og dreifið vel úr því. Það er allt í lagi þótt allt poppið sé ekki með karamellu því hún hitnar og bráðnar aftur inni í ofninum og þá hafið þið tækifæri til þess að hræra þessu öllu vel saman.
- Bakið poppið í klukkustund við 120°C og hrærið í því á u.þ.b. 15 mínútna fresti.
- Eftir klukkustund skuluð þið taka poppið úr ofninum og láta kólna, karamellan þornar við þetta og gerir poppið stökkt og gott.
Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir