Menu
Karamellur

Karamellur

Það er alltaf gaman að búa til heimagert sælgæti og gaman að prófa sig áfram með alls kyns karamellur.



 

 

 

Innihald

1 skammtar
flórsykur og kakó til skreytingar
rjómi frá Gott í matinn
dökkt súkkulaði, 70%
sykurpúðar
vanilludropar
pekanhnetur, grófsaxaðar
fínsaxaðar, þurrkaðar apríkósur eða trönuber

Skref1

  • Klæðið mót eða box, u.þ.b. 21x21 cm að stærð að innan með smjörpappír. Þrýstið pappírnum vel inn í hornin.
  • Hitið rjómann í potti og brytjið súkkulaðið út í. Hrærið í þar til súkkulaðið er bráðið.
  • Takið pottinn af hitanum og bætið sykurpúðum og vanilludropum út í. Hrærið þar til sykurpúðarnir hafa bráðnað og samlagast súkkulaðinu.
  • Hellið blöndunni í mótið og stráið hnetum og apríkósum strax yfir.
  • Látið kólna alveg í kæli.
  • Stráið e.t.v. flórsykri eða kakói yfir karamelluna og skerið hana svo í bita.

Höfundur: Inga Elsa Bergþórsdóttir