Menu
Kartöflugratín með sveppum og lauk

Kartöflugratín með sveppum og lauk

Það má að sjálfsögðu bæta grænmeti út í kartöflugratínið og sveppaunnendur ættu klárlega að prófa þessa uppskrift. 

Innihald

1 skammtar
kartöflur
rjómi frá Gott í matinn
laukur, má sleppa
sveppir
hvítlauksrif
kjúklingateningur
salt og pipar
rifinn gratínostur frá Gott í matinn

Skref1

  • Kartöflurnar skolaðar vel og skornar í sneiðar u.þ.b. ½ cm
  • Skerið niður sveppi og steikið upp úr smjöri í 1-2 mínútur. Fyrir þá sem vilja lauk er gott að bæta við smáttsöxuðum lauk og brúna létt með sveppunum. Öðru hráefni er svo bætt út í og látið sjóða við vægan hita í 10-15 mínútur eða þar til kartöflurnar eru orðnar vel mjúkar.
  • Hellið þá kartöflublöndunni í eldfast mót, dreifið rifnum osti yfir og hitið í ofni við 200°C í u.þ.b. 20 mínútur eða þar til osturinn er bráðnaður og orðin gullinbrúnn.

Höfundur: Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir