Menu
Kínóaskál með ristuðum kjúklingabaunum og ostakubbi

Kínóaskál með ristuðum kjúklingabaunum og ostakubbi

Ég kann svo vel að meta það þegar ég hitti á virkilega góðar grænmetis uppskriftir sem hitta í mark hjá öllum á heimilinu og þetta er ein af þeim. Ég er almennt ekki mikill aðdáandi bauna en þegar kjúklingabaunir eru bakaðar með góðri olíu og kryddi verða þær svo stökkar og bragðgóðar. Þið bara verðið að prófa.

Innihald

4 skammtar
kínóa (quinoa), skolað
vatn
grænmetiskraftur (eða 1 msk.)
kjúklingabaunir
ólífuolía
paprikukrydd
oregano
agúrka
kirsuberjatómatar
avocado
lítill rauðlaukur
hvítvínsedik
ostakubbur frá Gott í matinn
klettasalat og fersk steinselja eftir smekk
salt og pipar

Jógúrtsósa

grísk jógúrt frá Gott í matinn
ólífuolía
vatn
hvítlauksrif, fínt saxað eða pressað
dijon sinnep
hunang
salt og pipar

Skref1

  • Byrjið á að sjóða kínóað.
  • Mér finnst gott að skola kínóað í fínu sigti undir köldu vatni áður en ég sýð það, það minnkar aðeins biturt bragðið sem getur verið af því.
  • Setjið vatnið í pott ásamt kraftinum og hleypið suðunni upp.
  • Hellið kínóa út í og hrærið aðeins.
  • Lækkið hitann og látið sjóða undir loki við vægan í 15 mínútur.
  • Takið þá lokið af og leyfið að sjóða þar til allur vökvinn er horfinn, u.þ.b 10 mínútur.
  • Takið þá af hitanum og hrærið í með gaffli.

Skref2

  • Á meðan kínóað sýður er upplagt að marinera rauðlaukinn.
  • Þá setjið þið þunnt skorinn rauðlauk í skál og hellið yfir hvítvínsediki.
  • Látið standa á meðan þið gerið restina af uppskriftinni.

Skref3

  • Hitið ofn í 180 gráður með blæstri.
  • Setjið kjúklingabaunirnar í sigti og skolið af þeim vökvann.
  • Þerrið vel og setjið á bökunarplötu.
  • Kryddið með paprikukryddi, oregano, salti og pipar.
  • Bakið í 30 mínútur eða þar til baunirnar eru vel bakaðar og aðeins stökkar.

Skref4

  • Gerið jógúrtsósuna.
  • Pískið saman öllum hráefnunum og smakkið til með salti, pipar og hunangi.

Skref5

  • Skerið grænmetið í litla teninga og myljið niður ostakubbinn.
  • Raðið skálinni saman eins og þið viljið hafa hana.
  • Toppið með sósunni og njótið!

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir