Menu
Kjúklinga Alfredo Lasanja

Kjúklinga Alfredo Lasanja

Dásamlega gott kjúklinga Alfredo lasanja. Bragðgott gúmmelaði og algjört ferðalag fyrir bragðlaukana.

Þessi uppskrift dugar fyrir 4-6 fullorðna.

Innihald

1 skammtar
stórar kjúklingabringur
sveppir
stór laukur
hvítlauksrif
beikonkurl (200-250 g)
matreiðslurjómi frá Gott í matinn
rifinn Parmesanostur
rifinn Mozzarellaostur frá Gott í matinn
lasanja plötur
steinseljukrydd eða fersk steinselja
salt og pipar
hvítlaukssalt

Skref1

  • Gott að byrja á að leggja lasanja plöturnar í volgt vatn til að mýkja þær upp
  • Bringurnar eru skornar þvert í gegn og steiktar á pönnu með salti og pipar þar til þær eru eldaðar í gegn. Þá eru þær settar til hliðar.
  • Sveppir, laukur, hvítlaukur og beikon steikt á pönnu með hvítlaukssalti og pipar þar til það hefur brúnast. Þá er matreiðslurjómanum hellt út í og suðan látin koma upp. Þá fer rifinn parmesan ostur og matskeið af steinseljukryddi sett út í og látið malla í nokkrar mínútur.

Skref2

  • Í eldfast mót fer svo: rjómablandan - lasanja plötur - kjúklingur - mozzarella ostur. Þetta er endurtekið tvisvar og endað með mozzarella ostinum og smá steinseljukryddi.
  • Bakið í ofni í 20-25 mínútur við 180-200°C eða í þann tíma sem lasanja-plöturnar þurfa til að verða mjúkar.
  • Borið fram með hvítlauksbrauði, fersku salati eða því sem ykkur finnst gott.

Höfundur: Gígja S. Guðjónsdóttir