Skref1
- Skerið kjúklingabringurnar langsum þannig úr verði 4 bringur.
- Setjið ólífuolíu á kjúklinginn, hvítlauk og kryddið.
- Grillið kjúklinginn á báðum hliðum en passið þó að elda kjúklinginn ekki of mikið svo hann verði ekki þurr. Það má líka elda kjúklinginn í ofni.
Skref2
- Skerið mozzarella kúluna í fjórar sneiðar og setjið ofan á hverja bringu fyrir sig.
- Takið kjúklinginn af grillinu (úr ofninum) þegar osturinn hefur náð að bráðna.
- Skerið tómata og rauðlauk smátt niður ásamt basilíku.
- Kreistið safa af sítrónu yfir og kryddið með salti og pipar.
- Hrærið allt vel saman.
Skref3
- Setjið kjúklinginn á disk, setjið salatið ofan á hverja bringu fyrir sig.
- Gott er að bera kjúklinginn fram með grænu pestó og balsamik gljáa.
Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir