Menu
Kjúklinga bruschetta

Kjúklinga bruschetta

Léttur og ljúffengur kvöldmatur fyrir tvo eða smáréttur/forréttur fyrir fjóra. Kjúklinga bruschetturnar eru einstaklega ferskar og fljótlegar að gera og einnig er gott að bera þær fram með nýbökuðu baguette eða öðru góðu brauði. 

Innihald

2 skammtar
kjúklingabringur
ólífuolía
ítölsk kryddblanda
hvítlauksgeirar
salt
svartur pipar
stór mozzarellakúla

Salat

tómatar
rauðlaukur
basilíka, söxuð
safi úr hálfri sítrónu
salt og pipar

Meðlæti

balsamik gljái
grænt pestó

Skref1

  • Skerið kjúklingabringurnar langsum þannig úr verði 4 bringur.
  • Setjið ólífuolíu á kjúklinginn, hvítlauk og kryddið.
  • Grillið kjúklinginn á báðum hliðum en passið þó að elda kjúklinginn ekki of mikið svo hann verði ekki þurr. Það má líka elda kjúklinginn í ofni.

Skref2

  • Skerið mozzarella kúluna í fjórar sneiðar og setjið ofan á hverja bringu fyrir sig.
  • Takið kjúklinginn af grillinu (úr ofninum) þegar osturinn hefur náð að bráðna.
  • Skerið tómata og rauðlauk smátt niður ásamt basilíku.
  • Kreistið safa af sítrónu yfir og kryddið með salti og pipar.
  • Hrærið allt vel saman.

Skref3

  • Setjið kjúklinginn á disk, setjið salatið ofan á hverja bringu fyrir sig.
  • Gott er að bera kjúklinginn fram með grænu pestó og balsamik gljáa.
Skref 3

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir