Menu
Kjúklinga burrito með avocado og osti

Kjúklinga burrito með avocado og osti

Einfaldar og góðar vefjur sem henta bæði sem kvöld- og hádegisverður!

Innihald

1 skammtar
kjúklingabringur
lítil avocado
tortillakökur, miðstærð
Fetakubbur/ Ostakubbur frá Gott í matinn
rifinn pizzaostur frá Gott í matinn
ferskur kóríander
cayenne pipar
sýrður rjómi frá Gott í matinn

Aðferð

  • Kjúklingurinn er kryddaður með cayanne pipar og grillaður á mínutu grilli eða bakaður í ofni þar til hann hefur eldast í gegn, fínt að skera í hann til að athuga.
  • Á tortilluna fer sýrður rjómi, avocado, ostakubbur/fetakubbur smátt rifinn, niðurskorinn kjúklingur, kóríander eftir smekk og í lokin aðeins af rifnum osti áður en henni er lokað.
  • Passið að setja aðeins í miðjuna á tortillunni og ekki of mikið því þá gæti verið erfitt að loka henni.
  • Þegar vefjunni er lokað er sitthvor endinn settur saman og henni rúllað upp í gagnstæða átt.
  • Vefjan er sett í mínútugrill í 2-3 mínútur, eða á miðlungsheita pönnu í 2 mínútur á hvorri hlið og þá er hún tilbúin.

Höfundur: Gígja S. Guðjónsdóttir