Menu
Kjúklinga enchiladas með krydduðum rjómaosti

Kjúklinga enchiladas með krydduðum rjómaosti

Kjúklingaréttur sem tekur aðeins 30 mínútur! Rjómaostur með grillaðri papriku og chili er fullkominn í enchiladas þar sem hann gefur einstakt bragð. Auðvelt er að gera réttinn sterkari með því að bæta við frekari chili fyrir þá sem vilja. Fyllingin getur einnig verið breytileg, t.d. með maís eða baunum. Einstaklega gott með fersku avacado, guacamole og nachos flögum.

Innihald

5 skammtar
heill eldaður kjúklingur
tortilla kökur
sýrður rjómi frá Gott í matinn
rjómaostur með grillaðri papriku og chili
mexíkósk ostablanda
salsa
soðin hrísgrjón
vorlaukur
sjávarsalt
cumin
chili

Toppur

rifinn cheddar ostur frá Gott í matinn
salsa sósa
kóríander (má sleppa)

Meðlæti

guacamole, nachos flögur og sýrður rjómi

Skref1

  • Hitið ofninn i 180 gráður og sjóðið hrísgrjón eftir leiðbeiningum. Hér dugir einn lítill bolli af grjónum.
  • Setjið sýrðan rjóma, rjómaost, mexíkóska ostablöndu, 100 g salsa sósu, cumin, salt og chili saman í skál og hrærið þar til allt hefur náð að blandast vel saman saman.

Skref2

  • Skerið kjúklinginn smátt niður og blandið saman við ásamt hrísgrjónum. Hrærið þar til allt hefur náð að blandast saman.
  • Setjið um 100 g af salsa sósu í botninn á eldföstu móti.
  • Smyrjið hverja tortillu fyrir sig með kjúklingablöndunni, rúllið þeim upp og leggið í eldfasta formið þannig að sárið snúi niður.
  • Raðið öllum tortillunum í eldfasta mótið.
  • Setjið restina af salsa sósunni yfir tortillurnar ásamt rifnum cheddar osti og söxuðum kóríander.

Skref3

  • Eldið í 15-20 mínútur eða þar til osturinn hefur náð að bráðna alveg og tortillurnar hafa náð að hitna vel.
  • Berið fram t.d. með fersku guacamole, sýrðum róma og nachos flögum.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir