Menu
Kjúklinga enchiladas með sýrðum rjóma og cheddar osti

Kjúklinga enchiladas með sýrðum rjóma og cheddar osti

Hér er á ferðinni einstaklega bragðgóður kjúklingaréttur sem smellpassar fyrir mexíkóska miðvikudaga og alla hina dagana líka!

Innihald

2 skammtar
kjúklingabringur
taco krydd
laukur, saxaður
sýrður rjómi 36% frá Gott í matinn
rifinn cheddar ostur frá Gott í matinn
litlar tortilla kökur

Enchilada sósa

niðursoðnir tómatar (1 dós)
vatn
ólífuolía
eplaedik
chiliduft
hvítlauksrif
cumin
chipotle (eða reykt paprika)
sjávarsalt
óreganó

Skref1

  • Þerrið kjúklinginn og kryddið með taco kryddi.
  • Eldið í 180°c heitum ofni í um 30 mínútur eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn.
  • Takið úr ofni og rífið niður með tveimur göfflum.

Skref2

  • Blandið sýrðum rjóma, lauk og 2 dl af cheddar osti saman við kjúklinginn.
  • Fyllið vefjurnar með blöndunni, rúllið upp og látið í ofnfast mót.

Skref3

  • Látið öll hráefni fyrir sósuna í matvinnsluvél/blandara og maukið.
  • Hellið sósunni yfir tortillurnar en magn af sósu fer eftir smekk hvers og eins.
  • Setjið í 180°c heitan ofn í um 30 mínútur.
  • Dreifið þá cheddar osti yfir og eldið í 10-15 mínútur til viðbótar.
Skref 3

Höfundur: Berglind Guðmundsdóttir