Menu
Kjúklingaborgari, léttur og ferskur

Kjúklingaborgari, léttur og ferskur

Ljúffengur kjúklingaborgari sem smakkast sérstaklega vel í súrdeigsbrauði og með heimatilbúnu pestói.

Innihald

1 skammtar

Kjúklingaborgari

hamborgari eða kjúklingabringa skorin í tvennt eftir endilöngu
kjúklingaskinka í sneiðum
sólþurrkaðir tómatar í strimlum
pestó (sjá undir sósur), hrært til helminga með sýrðum rjóma
súrdeigsbrauð í sneiðum eða hamborgarabrauð
beikonsneiðar
sneið af Góðosti frá MS

Skref1

  • Steikið beikonið á pönnu og geymið.
  • Grillið borgarann eftir smekk eða kjúklinginn þar til hann er steiktur í gegn.
  • Leggið ostinn ofan á borgarann þegar 1-2 mínútur eru eftir af steikingartímanum og látið hann bráðna örlítið.
  • Hitið brauðið á sama tíma á efri grind grillsins.
  • Smyrjið brauðið ríflega með pestó eða annarri sósu.
  • Raðið svo borgaranum saman.

Höfundur: Inga Elsa Bergþórsdóttir