Kjúklingalæri í nachos hjúp
- Hitið ofninn í 180°C.
- Setjið kjúklingabitana í poka og lemjið aðeins niður með buffhamri til að þynna/jafna þá út.
- Setjið hveiti í eina skál, pískað egg í aðra og Doritos, panko og kryddin í þá þriðju.
- Dýfið síðan hverjum bita fyrst í hveiti, dustið vel af, dýfið næst í eggjablönduna og að lokum í Doritosraspinn og þekjið vel.
- Raðið á ofngrind, spreyið vel með matarolíuspreyi og setjið í ofn í um 25 mínútur, bætið þá ostinum ofan á hvern bita og eldið áfram í ofninum í 5 mínútur.
Guacamole
- Stappið avókadó niður og skerið tómata og rauðlauk smátt.
- Blandið öllu saman í skál og geymið í kæli fram að notkun.
Annað hráefni og samsetning
- Smyrjið brauðin með majónesi.
- Raðið síðan salati, Doritos flögum, káli, kóríander, kjúklingi og guacamole á neðra brauðið og lokið síðan með því efra.
- Njótið með meira af nachos flögum.
Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir