Menu
Kjúklingaleggir með salsa og nachoshjúpi

Kjúklingaleggir með salsa og nachoshjúpi

Skemmtileg útfærsla á kjúklingaleggjum þar sem stökkur nachoshjúpur og appelsínukanilsósa kallast vel á.

Innihald

4 skammtar

Kjúklingaleggir

kjúklingaleggir
sjávarsalt og svartur pipar
repjuolía
sterk tacosósa
nachosflögur, muldar
rifinn cheddarostur
rifinn mozzarellaostur

appelsínu-kanilsósa

sýrður rjómi
fínrifinn appelsínubörkur
appelsínusafi
hunang
kanill, eftir smekk
sjávarsalt

Skref1

  • Setjið álpappír í ofnskúffu og olíuberið.
  • Þerrið kjúklingaleggina, saltið og piprið.
  • Hellið tacosósu í djúpa skál og setjið muldu nachosflögurnar á grunnan disk.
  • Dýfið kjúklingaleggjum upp úr sósunni og veltið þeim síðan upp úr nachosflögum. Leggið í ofnskúffuna og bakið í 40 mínútur við 200°C.
  • Blandið ostunum saman og sáldrið yfir kjúklingaleggina um leið og þeir koma úr ofninum.  
  • Berið fram með appelsínukanilsósu (sjá skref 2) og e.t.v. salati og hrísgrjónum.

Skref2

  • Blandið fyrstu fjórum hráefnunum saman. Smakkið til með kanil og salti.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir