Menu
Kjúklingapasta með heimagerðu pestói

Kjúklingapasta með heimagerðu pestói

Kvöldmatur á 15 mínútum! Einfaldur og ótrúlega fljótlegur pastaréttur sem verður mögulega eldaður oftar en einu sinni!

Innihald

1 skammtar
penne heilhveiti pasta
kjúklingabringur
kirsuberjatómatar
kúrbítur
hvítlauksrif
ólífuolía
kjúklingakrydd
salt og pipar
fetakubbur frá Gott í matinn (hreinn fetaostur)

Basilíkupestó:

handfylli fersk basilíka
ristaðar kasjúhnetur
ferskur parmesanostur
safi úr hálfri límónu
salt og pipar eftir smekk
ólífuolía (1-2 dl, magn eftir smekk)

Skref1

  • Skerið kjúklingabringurnar í litla bita og steikið upp úr smjöri eða olíu á pönnu, kryddið til með kjúklingakryddi, salti og pipar. Skerið niður kúrbít og tómata og bætið út á pönnuna, pressið hvítlauk og steikið áfram í 5-7 mínútur.
  • Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum.

Skref2

  • Útbúið pestó með því að setja öll hráefnin í matvinnsluvél eða með því að mauka með töfrasprota. Þykktin á pestóinu stjórnast af magninu á ólífuolíunni. 
  • Blandið pasta, kjúklingi og grænmeti saman í skál og myljið vel af hreinum fetaosti yfir.
  • Berið réttinn strax fram og njótið vel. 

Höfundur: Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir