Skref1
- Kjúklingurinn er eldaður með salti og pipar. Ég grillaði kjúklinginn á mínútugrilli til að fá smá grillbragð. Einnig er hægt að elda hann í ofni við 200°C á blæstri í 25-30 mínútur eða þar til kjúklingurinn er tilbúinn.
Skref2
- Aspasnum er velt upp úr olíu, salti og pipar og settur í ofninn á 200°C blástur í um 15-20 mínútur eða þar til hann hefur fengið góðan lit.
- Á meðan er pastað sett í pott og eldað eftir leiðbeiningum pokans, þið getið notað það pasta sem ykkur finnst best.
Skref3
- Furuhneturnar eru ristaðar í smá stund á pönnu við háan hita, best að fylgjast vel með þeim svo þær brenni ekki.
- Þegar pastað, kjúklingurinn og aspasinn er tilbúið þá er kjúklingurinn skorinn niður og þessu þrennu blandað saman í skál.
- Í skálina fer næst pestó og sítrónusafi og hrært vel saman og fært yfir í það form sem þið ætlið að bera réttinn fram í.
- Rétturinn er borinn fram með muldum ostakubbi, furuhnetum og ferskri basilíku.
Höfundur: Gígja S. Guðjónsdóttir