Menu
Kjúklingapasta með sítrónu og spínati

Kjúklingapasta með sítrónu og spínati

Þetta pasta er einstaklega ferskt og fljótlegt - það tekur um 20 mínútur að koma því á matarborðið og uppskriftin dugar fyrir 3-4.

Innihald

4 skammtar
tagliatelle pasta, ferskt
kjúklingabringur
ólífuolía
smjör
laukur
hvítlaukur
sítrónusafi
börkur af hálfri sítrónu
spínat, ferskt
parmesan ostur, rifinn niður
matreiðslurjómi
salt, pipar og sítrónupipar

Skref1

  • Sjóðið pastað eftir leiðbeiningum, gott er að setja smá olíu og salt í pottinn þegar pastað er soðið.
  • Passið ykkur á því að sjóða pastað ekki of mikið.
  • Skerið kjúklinginn í litla bita og steikið á pönnu ásamt ólífuolíu, kryddið kjúklinginn með salti og pipar.
  • Þegar kjúklingurinn fer að verða tilbúinn skerið þá laukinn smátt niður og blandið honum saman við ásamt hvítlauk, smjöri, sítrónusafa, sítrónuberki og spínati.
  • Steikið þar til kjúklingurinn er tilbúinn og hrærið vel.

Skref2

  • Blandið pastanu saman við á pönnuna og setjið rifinn parmesan ost yfir ásamt matreiðslurjómanum og hrærið vel.
  • Kryddið að vild, gott er að smakka pastað til og krydda eftir því.
  • Berið fram með auka parmesan osti og hvítlauksbrauði.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir