Menu
Kjúklingaréttur með avókadó og beikoni -  Ketó

Kjúklingaréttur með avókadó og beikoni - Ketó

Þetta er æðislega góður kjúklingaréttur sem hentar einnig þeim sem eru á KETÓ.

Innihald

4 skammtar
Kjúklingabringur
Avocado
Lime
Tómatur
Rauðlaukur
Beikonsneiðar
Gratínostur frá Gott í matinn
Olía
Salt og pipar
Chillikrydd
Kóríander

Skref1

  • Kjúklingabringurnar eru kryddaðar með salti, pipar og chilli kryddi og steiktar í olíu á pönnu við miðlungs hita þar til þær eru eldaðar í gegn.
  • Það er lykilatriði að pannan sé ekki of heit því þá getur kjúklingurinn brunnið að utan, en við viljum hafa hann mjúkan og góðan.

Skref2

  • Á meðan kjúklingurinn er á pönnunni er guacamole og beikonið græjað.
  • Beikonið er sett í 200 gráðu heitan ofn þar til að það er orðið stökkt en þá er það tekið út og mulið. Ekki slökkva á ofninum þar sem kjúklingurinn fer líka inn í ofn.
  • Guacamoleið er auðvelt. Avocado er stappað og niðurskornum tómötum, rauðlauk, lime safa og salti og pipar er bætt við og maukað með gaffli.

Skref3

  • Þegar kjúklingabringurnar eru tilbúnar er guacamole sett ofan á, ostinum stráð yfir og beikon bitunum stungið í.
  • Næst fer kjúklingurinn inn í ofn í aðeins 3-5 mínútur svo að osturinn bráðni og hann næst borin fram heimtur með fersku kóríander eftir smekk.

Höfundur: Gígja S. Guðjónsdóttir